Markmið DFK Endurskoðunar er öflug þjónusta við viðskiptavini sína þar sem hver viðskiptavinur skiptir máli.  Við veitum einstaklingum og fyrirtækjum heildarlausnir á sviði reikningsskila, endurskoðunar, skattamála og rekstrarráðgjafar.

DFK Endurskoðun hefur alla tíð lagt áherslu á persónulega þjónustu við einstaklinga og minni fyrirtæki.  Þannig geta smærri aðilar fengið heildarlausnir sem geta samanstaðið af merkingu og færslu bókhalds, launavinnslu, uppgjörsaðstoð, skattframtalsgerð, ráðgjöf og aðra þá tengdu þjónustu sem á þarf að halda

DFK Endurskoðun er í samstarfi við DFK International sem eru samtök óháðra endurskoðunarskrifstofa sem hafa það að meginmarkmiði að veita vandaða persónulega þjónustu.  Aðilar að samtökunum, sem stofnuð voru 1962, eru nú 220 endurskoðunarfyrirtæki í 92 löndum.  Í gegnum þetta samstarf getum við boðið upp á sambærilega þjónustu og hér er veitt um víða veröld.

Eigandi DFK Endurskoðunar er Jón G. Hjálmarsson, löggiltur endurskoðandi. Auk hans eru fimm starfsmenn.

DFK Endurskoðun hefur starfað frá árinu 1986. Félagið er skráð endurskoðunarfyrirtæki hjá Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu nr. EF-2013-001.

Gæðahandbók fyrirtækisins má nálgast hér.